Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Nú lenti ég aldeilis í því

Mamma 80 ára 033Auðvitað er ég miklu ríkari en ég hef sagt frá hér á þessum vettvangi.  Ég hef þegar fengið kvartanir vegna myndbirtinga, þó blogg-færslurnar mínar nái ekki yfir viku-tíma.  Aðalgeir bróðursonur (ekki bróðursonarsonur, nei það er allt annar Aðalgeir) fannst að það vantaði mynd af sér og skal bætt úr því hið bráðasta, svo allir verði glaðir.

Aðalgeir bróðursonur er þessi lengst til hægri á myndinni.  Hinir eru (frá vinstri) Ingimundur, Eggert og Una.

Mamma 80 ára 063Nú jæja, það má náttúrulega ekki gera upp á milli systkinabarna svo hér eru fleiri myndir, úr því að mér tekst svona vel að koma myndunum fyrir.

Þetta er hún Edda mín, ég kann því miður ekki að snúa myndinni, þeim sem vilja skoða myndina betur, er bent á að halla höfðinu til vinstri um 90°.

Þessar myndir voru teknar árið 2004 en standa nú samt fyrir sínu.

Mamma 80 ára 004Þetta er hann Þorkell.  Við skoðun á þessari mynd er ágætt að nota sömu tækni, þ.e. að halla höfðinu til hægri um 90°

Mamma 80 ára 125Nú má rétta höfuðið af en þannig er betra að skoða myndina af Soffíu og Kára.

Þess ber að geta að í þessa upptaliningu vantar mynd af Völu og Örvari en ég á ekki mynd af þeim á tölvutæku formi.  Það verður því að bíða betri tíma, að ég skelli mynd af þeim á þessa síðu.

Skemmtið ykkur vel við að ímynda ykkur hvernig hinir fjölskyldumeðlimirnir líta út.

Nú er þessari blogg-færslu lokið.  Hafið það sem allra best Whistling


Útsýni

Útsýni

Þetta er útsýnið af hótelinu.........  eða þannig.  Er það ekki frábært? 

Þessa dagana er verið að pæla í farangrinum.  Ein góð vinkona fullyrti að það þyrfti sama farangur fyrir 6 vikna ferð eins og 2 vikna ferð.  Þegar ég hugsa út í það, þá sé ég að það er líklega rétt hjá hanni.  Ég verð jú með aðgang að þvottavél.  Ef mig vantar eitthvað þá er víst nóg af verslunum þarna Wink


Prófa að setja inn myndir

Ísabella les fyrir MilluAðalgeir 230106 Þessi fallegu börn eru skyld mér.  Er ég ekki rík?  Á fyrri myndinni er Ísabella u.þ.b. 2ja ára að lesa Stúf fyrir Emilíu systur sína sem fylgist með af athygli.  Á hinni er Aðalgeir, hann er mikill fjörkálfur eins og frænkur hans og frændur.   Ég er semsé afasystir þeirra og tveggja annarra drengja: Andra Más og Sebastian.  Það er vegna myndaskorts en ekki kunnáttuleysis að þeir eru ekki sýndir hér ásamt frændsystkinum sínum.  Afasystir, það hljómar eins og ég sé 300 ára en þeir sem þekkja mig vita að ég er einungis 15 (í anda).

Myndainnsetningin heppnaðist greinilega vel, þökk sé tækni- og kennslukunnáttu Gurríar galdrakonu.  Nú finnst mér ég vera ægilega klár og ekki jafn tæknilega heft og áður.

 


Veitingastaðir eða aðrar dásemdir

Sælt veri fólkið.

Það sem ég er að velta fyrir mér þessa dagana er, eins og svo oft áður, - maginn - og hvað ég á að láta í hann.  Aðallega það hvar ég á að leita að veitingastöðum, sem eru ábyggilega í tuga eða hundruðatali í Washington.  Það sem ég er að reyna að koma á framfæri hér er þetta: átt þú þér uppáhaldsveitingastað í borginni?  Viltu deila upplifuninni með mér?  Viltu upplifa að sjá mig frjálslega vaxna um páskana?  Tounge

Svo má mæla með hverju sem er við mig, svo lengi sem það tengist Washington eða nágrenni.  Ég hef óljósan grun um að þarna sé t.d. Smithsonian-safnið (eða söfn?), Kennedy-center, minnismerki um þá sem féllu í Víetnam-stríðinu, George-town og margt fleira áhugavert.  Það væri samt gaman ef einhver hinna fjöldamörgu áhangendum þessarar síðu, gætu deilt reynslu sinni af borginni.

Ekki meira í þetta sinn.

 


Tími til að tengja - eða læra að tengja

Þessi bráðskemmtilega síða hefur þróast aðeins frá því hún var stofnuð í gær.  Gurrí úr himaríki hefur gerst bloggvinur minn og að sjálfsögðu samþykki ég íbúa himaríkis sem bloggvin.  Núna er líka auðvelt að kanna hvað 3 af systkinabörnum mínum hafa verið að blogga.  Mér tókst semsagt að búa til tenglalista!  Bloggvinir virðast vera þeir sem eru skráðir á blog.is en hinir lenda á tenglalista.  Þetta lærði ég í dag.   Sjá árangurinn hér til vinstri.

Það sem ég á eftir að læra er að setja inn myndir, svona eins og Gurrí gerir.  Bloggið verður náttúrulega miklu skemmtilegra þannig og ein mynd segir meira en mörg orð.  Það verður líka miklu áhugaverðara að lesa ferðasögu, þegar hægt er að skoða myndir með henni.  Búið ykkur undir að geta skoðað myndirnar mínar innan skamms.

Þetta er það sem ég vildi segja í dag um ferð mína um undraheima bloggsins.

Whistling

 

 


Einu sinni er allt fyrst.

Cool

Þá er komið að því.  Ég er byrjuð að blogga.  Svona til upplýsingar fyrir þá sem finna þessa síðu, þá datt mér í hug að einhverjir kynnu að hafa áhuga á ferðalagi mínu til Washington.  Að vísu hefst það ekki fyrr en 24. febrúar en ég hafði hugsað mér að nota tímann fram að því til að kynna mér hvernig nýta má þennan miðil.

Ég hafði hugsað mér að skella afar áhugaverðum færslum inn á þessa síðu um hin aðskiljanlegustu mál en aðallega um hugleiðingar íslendings í útlöngum.  Þetta verður allt saman ógurlega spennandi og skemmtilegt og ég býst náttúrulega við töluverðri umferð á þessa síðu og allskonar athugasemdum frá vinum, kunningum og jafnvel fólki sem ég þekki hvorki haus né sporð á. 

Góða skemmtun við lesturinn!

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband