29.05. Sporvagn frekar en rúta

20230529_104913Það var ákveðið að gera ekki sömu mistök í dag og í gær og nota frekar sporvagnakerfið til að komast til Rod Laver Arena en rúturnar sem skipuleggjendurnir bjóða. Það gekk svona ljómandi vel þar til við ætluðum inn í vagn nr. 70. Vagnarnir á þeirri leið voru óvenjustuttir eða aðeins tveir og troðfullir þegar þeir komu á stoppistöðina sem við biðum á. Fleiri gestir ráðstefnunnar höfðu greinilega fengið sömu hugmynd og við: að gera ekki sömu mistök og í gær og sleppa rútuferðum.

Félagarnir ákváðu að ég ætti skilyrðislaust að fara með vagninum og bókstaflega ýttu (tróðu) mér inn í vagninn. Þar var fyrir einn af félögunum sem bókstaflega bjargaði lífi mínu með því að varna því að ég félli útbyrðis.

Í þetta skiptið mættum við með góðum fyrirvara á viðburðinn og þvílíkur viðburður. Yfirskr20230529_104739iftin var "Imagine dreams". Fyrirlesararnir voru hver öðrum betri: John Hewko frá Rótarýklúbbi í Kviv, fjallaði um frið, Kari Aima Eik frá Rótarýklúbbi Álasunds fjallaði um umhverfið, Nakeeyat Dramani Sam 10 ára umhverfissinni fór blaðalaust með eigið ljóð og friðarverðlaunahafi Nóbels 2011 Leymah Gbowee fjallaði líka um frið á afar magnaðan hátt.20230529_113110 Gabi Moreno söngkona  frá Guatemala fjallaði um gildi þess fyrir sig og frama sinn að hafa fengið tækifæri til að læra að lesa. Hún spilaði nokkur lög á gítar fyrir salinn.

20230529_110738Þessu lauk rétt um kl. 12:00 og ég hafði skráð mig í "Presentential lunch" kl. 13:00 í ráðstefnuhöllinni. Sú ferð hafði tekið 1,5 tíma í gær, svo ég ætlaði að færa mig yfir með sporvagni. Röðin á stoppistöðinni var a.m.k. tveggja tíma löng og góð ráð dýr. Það var enginn í röðinni fyrir ferð í hina áttina, svo ég fór bara eina stoppistöð í ranga átt til að taka vagninn (í rétta átt) þar. Það reyndist rétt ákvörðun því vagninn var tómur þegar hann kom á þá stoppistöð, svo ég fór fram fyrir löngu röðina. Þetta snilldarbragð varð til þess að ég náði á réttum tíma í hádegisverðinn þar sem ég sat með Rótarýfélögum frá S.- Kóreu, Kanada, Filippseyjum, Englandi og Bandaríkjunum. Það sköpuðust fjörugar umræður við borðið um starfsemi klúbbanna ásamt landkynningu og skiptum á barmnælum.

Á allt öðrum nótum: pabbi hefði orðið 102 ára í dag, hefði hann lifað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband