26.05. The Great Ocean Road

20230526_161416Hópast var saman í morgun kl. 7 til að vera komin á upptökustaðinn (e. pick-up place) á réttum tíma. Nú skyldi " The Great Ocean Road" skoðaður. Við fórum að efast um að við þyrftum að fara nokkuð þegar einstaklingur mætti í "upptöku" á hótelið okkar í samskonar ferð en það voru óþarfa áhyggjur því viðkomandi ætlaði með annarri ferðaskrifstofu. 
20230526_113640Strikið var tekið til Loch Ard Gorge, sem  eru drangar í sjó sem líkjast gulum Reynisdröngum (líparít?), mjög fallegir á að líta. Áfram var haldið meðfram ströndinni að "The Twelve Apostiles" sem eru drangar á ströndinni en þeir hafa aldrei verið 12, voru lengst af 8 en fækkaði í 7 árið 2020 þegar einn þeirra féll í sjóinn. Eldra nafn á þessum stað er: "The Sour and the Piglets" og það fannst fararstjóranum miklu skemmtilegra nafn. Það er afar fallegt þarna. Fram kom að ágangur sjávar er svo mikill að það tapast um 1 m. af landi á hverju ári á þessum slóðum.20230526_12302420230526_133558Næsta stopp var í regnskógi á þessum slóðum en innar í landinu. Þar er m.a. að finna gríðarstóra burkna "The Arctic Fern" og mjög há Eucalyptustré, sem geta orðið allt að 100 m há en þau hæstu í þessum skógi eru um 70 m há. Reglulega verða skógareldar á þessu svæði en það er nauðsynlegt skóginum til viðhalds eins og komið hefur fram í þessu bloggi mínu.
Staðurinn til að fara á brimbretti á suðurströndnni er á Apollo Bay sem var einu sinni hvalveiðibær. Þar sáum við mjög breiðan regnboga og annan minni. Þarna mátti fá ágætis Scallop pie. 
20230526_161340Á því korteri sem við stöldruðum við í Kenneth Grove fundum við Koalabjörn sitjandi á grein á Eucalyptustré nagandi eina greinina og fugla sem líktust ondúlötum en töluvert (sjá fyrstu mynd).
Lokastoppið var við "The Ceremonial Memorial Arch" sem er til minningar um þá atvinnulausu hermenn úr fyrra stríði sem byggðu "The Great Ocean Road"20230526_172417

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband