Næsti áfangastaður: Cairns


20230520_122831~2Flugið til Cairns gekk vel og tók ekki nema 2,5 tíma. Við vorum komin á hótelið um kl. 11:00 en það stóð ekki til að afhenda okkur herbergin fyrr en kl. 15:00, svo það þurfti að brúa það bil. Farangrinum var komið i geymslu og flestir ákváðu að taka þátt í ferð sem kölluð er "Kuranda Skyrail & Scenic Rail Tour" og verður farin næsta mánudag 22. maí. Það verður spennandi og mælt hefur verið með þessari ferð við mig (takk Malla).

Það tók ekki langan tíma að panta ferðina en þegar við fréttum af markaði sem haldinn er hvern laugardag í Cairns, ákváðu nokkrir úr hópnum að kíkja á hann þ.á.m. sú sem þetta skrifar.  Markaðurinn er frekar hafðbundinn, föt, heimatilbúnir skartgripir, margskonar matur en það sem stóð upp úr voru ávextirnir, margar tegundir, í öllum hugsanlegum litum og glænýir.

20230520_121144Að lokinni skoðunarferðinni um markaðinn var haldið að Cairns Waterfront, sem er stórkostlegt svæði niðri á strönd "Cairns Esplanade Lagoon", Þarna er hægt að njóta þess að eyða tíma, smábátahöfninn í nokkura skrefa fjarlægð og "Reef Fleet Terminal" þaðan sem við tökum bátinn a morgun til að skoða "The Great Barrier Reef". Veitingastaðurinn Pier er líka á þessu svæði og við göngufélagarnir fengum okkur "Fish and Chips" hjá þeim.

Á göngu okkar heim á hótel eftir Esplanade hittum við ferðafélaga úr hópnum og fengum okkur ís. 

Skilaboð til einustu systur minnar: Í Cairns er gata sem heitir "Minnie Street", - geri aðrir betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband