25.4.2023 | 18:22
Tæknin maður, tæknin
Bara örblogg í þessa skipti, til að segja frá því að ég sótti pakka frá Amazon í dag. Hann kom með DHL sem er með póstboxin innst í bílakjallaranum undir Bónus á Smáratorgi. Staðsetningin er ekki traustvekjandi fyrir þá, sem hafa horft á marga krimma. Gerast glæpirnir ekki oftast í niðdimmum bílakjöllurum um miðjar nætur? Mér stafaði að vísu engin hætta af því að fara á þennan stað, þar sem ég var á ferðinni síðdegis og fór því hnarreist að pósboxum DHL til að sækja pakkann.
Það er víst best að tilkynna það strax að ég á engra hagsmuna að gæta, þegar ég lýsi því yfir hversu ánægð ég er með sendinguna. Ég er hvorki meira né minna í sjöunda himni. Hvað var í pakkanum sem ég sótti? Jú, samanbrjótanlegt lyklaborð, sjá mynd:
Það er ekki langt síðan ég vissi að þessi snilld væri til en nú þarf ég ekki að taka spjaldtölvu með mér til Ástralíu, hvað þá fartölvu, tengi bara nýja lyklaboðið með Bluetooth við símann og volá: bloggið verður ekkert vandamál. Ég er búin að hlaða lyklaborðið, tengja við símann og prufa. Snilld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.