23.3.2007 | 17:09
Adam's Morgan
Fórum aftur í Adams Morgan hverfið í gærkvöld. Það var eins og við mannin mælt: ægilega gaman, mikið fjör, - ekki skemmdi að ég fékk kennslu í Salsa-dansi. Gamla konan er orðin svo slitin að ég (og nokkrir aðrir skynsamir einstaklingar) fór heim um miðnætti en hin héldu eitthvað áfram fram eftir nóttu. Upplitið á þeim var ekki djarft í morgun þegar þau síðarnefndu mættu í tíma. Sum þeirra eiga meira að segja að halda kynningu á landi sínu síðar í dag!
Fyrirhugaður er sameiginlegur kvöldverður sem verður reiddur fram af afríkubúum frá Gíneu Bissau og Mósambik. Það verður ábyggilega afar áhugavert, svo ekki sé meira sagt.
Vegna sprengingarinnar í Mósambik var einnar mínútu þögn í okkar hópi í morgun. 72 manneskjur létust og eitthvað á annað hundrað liggja á spítala.........................
Athugasemdir
Kemurðu ekki heim með fullt af góðum uppskriftum úr öllum þessum áhugaverðu matarboðum?
Minný (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 13:47
Já, ég spyr líka! Heheheheh!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2007 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.