13.3.2007 | 22:12
Veðurfar, New York og kjúklingaréttur - allt í sömu færslunni
Jahérna. Það liggur við að ég segi að hér þurfi maður að vera við öllu búinn þegar veðrið er annarsvegar. Í síðustu viku kvartaði ég mikið yfir kulda. Nú ber allt annað við, því að í morgun áður en ég lagði af stað til IMF, kíkti ég á veðrið og þá var 5°C hiti og ég fór í peysu og yfirhöfn. Svo þegar ég lagði af stað heim á leið (frekar snemma, þar sem minn hópur kláraði sitt verk á mettíma) gekk ég um á þunnri skyrtu því hitinn var um 20°C. Engar áhyggjur, ég var ekki á skyrtunni einni saman heldur afar siðsamlega klædd og engum til skammar.
Enn er verið að undirbúa ferð til N.Y. Ýmist er talað um að fara með rútu, lest eða flugi. Ekkert hefur verið ákveðið en hvað verður svo sannarlega tilkynnt á þessum vettvangi.
Í kvöld er fyrirhugaður sameiginlegur kvöldverður; kjúklingur. Uppskriftin: Eldfast mót fyllt í botninn með niðursneiddum sætum kartöflum, heill pakki af spínati ofan á það, þvínæst er kjúklingabringum raðað ofan á og saltað örlítið. Fetaosti (og olíunni af honuum) sáldrað yfir allt saman. Herlegheitunum er stungið inn í ofn í klukkutíma. Snætt með góðu brauði.
Bon appetit!
Athugasemdir
Argggg, nammi, namm!!! Verð að prófa þennan kjúklingarétt!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 00:15
Frábær uppskrift sem verður notuð hér. Á alltaf allt þetta hraéfni..kjúkling, spínat, fetaost i olíu, sætar kartöflur og kjukling en aldrei dottið í hug þessi útfærsla. Jésús minn hvað égverð allt í einu svöng og það er komið fram yfir miðnætti. Sef ekki fyrir tilhlökkun núna yfir kvöldmatnum á morgun..hehe.
Eigðu góðar stundir í NY
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 00:31
Sammála Gurrí og Katrínu. Þennan rétt þarf ég endilega að prufa. Nammi,namm.
Minný (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.