26.2.2007 | 23:02
Fyrsti dagurinn....................
Vá, það var margt og mikið sem gerðist í dag. Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði fyrir allar aldir eða kl. 6 að staðartíma en þá er hún orðin 11 heima og ég alger svefnpurka. Það var ekki nokkur leið að ég gæti sofið lengur og þá dreif ég mig bara framúr. Eldaði morgunmat og var lögð af stað í vinnuna þremur korterum áður en ég átti að mæta. Það var nú eins gott, ég var komin hálfa leið inn í Alþjóðabankann áður en nokkur áttaði sig á því að þar átti ég allsekki að vera, heldur across the street í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Á báðum stöðum er mikil öryggisvarsla og engum óviðkomandi hleypt yfir þveran þröskuld. Jæja, smátt og smátt safnaðist þarna saman fólk af ýmsum þjóðernum og heimsálfum. Afar athyglisvert; fáir Evrópubúar en þess fleiri frá Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Það væri ekki vanþörf á því fyrir mig að taka fram Atlasinn til að finna hvar sumt af samnemendunum á heima. Ekki er ástandið í landafræðikunnáttunni gott.
Einhvernveginn er það betra þegar óvissunni hefur verið eytt, nú hef ég séð aðstæður, fyrirlesara og samnemendur og þá er miklu fargi af mér létt.
Dagurinn byrjaði á sameiginlegum morgunverði, þá var farið í tölvuaðgang, ýmis öryggisatriði og áður en ég vissi af, var klukkan orðin 11. Þá þurfti allur hópurinn (40 manns) að fara í myndatöku til að aðgangur nemenda að húsnæðinu verði auðveldari hér eftir. Þegar fólk var sloppið frá því kom hádegisverðarhlé.
Eftir hádegið gerði hver og einn grein fyrir sér, við hvað hann/hún starfaði og hvaða væntingar fólk hefði. Loks hófust kynningar á efninu og fyrirlesurunum. Þegar upp var staðið um fimmleytið, var ég nokkrum kílóum ríkari af pappír og möppum og það er bara byrjunin eða um 1/3 af efninu sem námskeiðið á að þekja.
Nú er ég að fara að búa mig fyrir reception sem hefst eftir hálftíma. Veit ekki hvernig það fer, þar sem rafmagnið fór af hverfinu, það eru einhverjar vinnuvélar hér fyrir utan, ætli einhver hafi ekki skorið í sundur einhvern mikilvægan steng.
Myndavélin er enn að stríða mér en ég vonast til að geta leyst vandamálið fyrr en síðar. Vonandi verður mér sýnd þolinmæði þangað til.
Athugasemdir
innlitskvitt
Ólafur fannberg, 26.2.2007 kl. 23:05
Ohhhh, hvað þetta er gaman!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 23:37
Gaman að heyra frá þér. Bíð spennt eftir að myndavélin "hætti að stríða þér"
Minný (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 10:58
Svei mér þá..mig langar á námskeið. Held ég verði aðalellismellurinn lærandi forever and ever. Gaman hjá þér!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.