24.2.2007 | 09:50
Leifsstöð og afmæli
Jæja, nú er allt tilbúið, snyrtitaskan komin ofan í ferðatöskuna og búið að loka henni. Sólin skín, kyrrð á laugardagsmorgni og allt er frábært.
Minný og Sigvaldi ætla að keyra mig suðr eftir eins og Suðurnesjamenn segja þegar farið er frá Höfuðborgarsvæðinu og til Keflavíkur. Ég á eftir að smella kossi á nokkra þar, að sjálfsögðu gef ég mér tíma til þess og reikna með að tékka mig inn í flugið kl. þrjú.
Ssssssssppppppppeeeeeeeennnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnaaaaaaaaannnnnnnnnddddddddddiiiiiiiiiiiiiiiiii............
Nú veit ég ekki hvenær ég blogga næst, það er ekki víst að ég nái að gera færslu á morgun en þar sem það er nokkuð merkilegur dagur eða afmælisdagurinn hans Steina, þá tek ég hér með forskot á sæluna og segi: Til hamingju með daginn Steini minn og njóttu hans vel.
Á morgun má taka undir þetta (allir saman nú):
Hann á afmæl í dag,
hann á afmæl í dag,
hann á afmæl ann Steini,
hann á afmæl í dag.
Bloggumst síðar
Athugasemdir
Skyggni virðist vera gott núna þannig að ég tékka á brottfarartíma þínum, kem mér vel fyrir við gluggann minn og kíki í gegnum stjörnukíkinn á flugvélina þína fara. Vonandi vinkar þú til baka, krúsímúsí!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.2.2007 kl. 12:42
Ég er að deyja úr tilhlökkun að fá þig í kvöld!!!!!! Bara svo að þið vitið, þá er alveg mjög fallegur dagur hérna, heiðskírt en kalt, rétt um frostmark.
.................ég er að fara að búa um rúmið hennar Gunnu frænku........
Olga (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 15:34
Góða ferð og eigðu góðar vikur í USA, mun vera fastur gestur hér og lesa hvað á daga þína drífur
Gilla
Gilla (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.