Lífsspeki

esherStundum rekst ég á eitthvað sem mér finnst svo sniðugt og langar til að deila með fleirum t.d. þetta:

 

Það eru tveir dagar í hverri viku sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af, tveir dagar sem ættu að vera lausir við áhyggjur og kvíða.

Annar er gærdagurinn með öllum sínum mistökum, kvíða, göllum, glappaskotum og verkjum.  Gærdagurinn er liðinn og kemur aldrei aftur og við höfum ekki yfirráð yfir honum lengur.  Sama hversu hátt verð við erum ert tilbúin að greiða fyrir það.  Það er ekki hægt að bæta fyrir það sem gert var eða sagt.  Gærdagurinn er farinn. 

 

Hinn er morgundagurinn, með mögulegt andstreymi sitt, byrði, áheit, og vonda frammistöðu.  Morgundagurinn er líka utan yfirráðasvæðis okkar.  Á morgun kemur sólin upp, annað hvort með glæsibrag eða á bak við ský.  Hvort sem er, þá kemur hún upp. Þangað til eigum við ekkert í morgundeginum, hann er ófæddur ennþá.  Þá er einungis einn dagur eftir: dagurinn í dag.

 

blómHver sem er getur barist í eins dags bardaga.  Það er bara þegar við bætum við byrðum þessara tveggja óbærilegu eilífða; gærdagsins og morgundagsins, að við brotnum.  Það er ekki reynsla dagsins í dag sem gerir okkur brjáluð, það er samviskubit og biturð vegna þess sem gerðist í gær og kvíðinn fyrir því sem morgundagurinn ber í skauti sér.  Þar af leiðandi skulum við lifa þennan dag í dag til hins ýtrasta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Algerlega hreina satt og vel þegið.

Ég ætla ekki að hafa áhyggjur af því sem ég bloggaði í gær og hvað ég ætla að blogga um á morgun...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 19:57

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Þetta var rosalega búddísk færsla !  Þetta er hárrétt, maður á að lifa í augnablikinu - fortíðin kemur aldrei aftur og framtíðin er ekki ennþá til

Svava S. Steinars, 14.2.2007 kl. 00:10

3 identicon

Já, þetta er mjög góð speki. Best að reyna að tileinka sér hana.

Minný (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband