Út að borða

Washington - New York,  March 2007 017Nú er farið að kólna í veðri, ekki nema 14°C í dag og frekar kalt í morgun þegar ég lagði af stað til IMF.  Jæja, ég tók bara kaffibollann með mér og vafði pasmínunni þétt að mér og arkaði af stað.  Fékk þessa fínu pasmínu í jólagjöf frá Nonna og Fríðu og hún hefur algerlega bjargað mér.  Takk fyrir það kæri bróðir og mágkona.

 

Þessa stundina er ég að bíða eftir því að Gulla frænka sæki mig.  Fyrst ætlar hún að sækja Guffu frænku á Reagan flugvöllinn en hún er að koma í heimsókn frá Hollandi.  Við höfum ekki sést frænkurnar um langa hríð, svo það var ákveðið að eftir “upptöku” á Regan að þær tvær kæmu til mín, ég gerð upptæk líka og að við myndum allar þrjár fara og fá okkur bita saman.  Gaman, gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Brrrrr, 14° - maður vorkennir þér rosalega! Skemmtið ykkur vel.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.3.2007 kl. 22:43

2 identicon

Kveðja frá Kína við höfum það mjög gott hjá Geira hittum skraddara í dag, förum á Kína múrinn í fyrramálið með einkabílstjóra kv Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það er frábært að vera erlendis og skemmtu þér vel og láttu þér líða vel þrátt fyrir kuldann.

Steingerður Steinarsdóttir, 31.3.2007 kl. 23:46

4 identicon

Hi Gourun,

You have a nice blog (although I could not understand anyhting!). Looking forward to watch more photos from our IMF experience  in Washington DC. 

Regards,

Mark Galea (Malta) 

Mark Galea (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 21:25

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Leitt að það skuli vera svona kalt hjá þér, elskan! Hér eru allir að kafna í hitabylgjunni sem við köllum í gríni PÁSKAHRETIÐ. Blævængir eru uppseldir á landinu. Kauptu þér þunn föt, MJÖG þunn föt ef þú vilt vera í nýjustu tískunni! 

Knús til USA! 

Guðríður Haraldsdóttir, 2.4.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband