Samgenetískir kvenhormónar?

pentagon cityFullt af kvenlegum og samgenetískum hormónum flæddu upp um alla veggi í kvöld.  Þannig var nefnilega mál með vexti að við frænkurnar Gulla, Olga Dís og Sigrún Olgu-Dísardóttir höfðum mælt okkur mót í Pentagon City eftir „vinnu“ hjá mér.  Ég varð samferða allraþjóðakvikindahópnum í neðanjarðarlestinni (bláu línunni) og sá ekki meira af þeim, eftir að ég var komin inn í Mall-ið, því ég heyrði kallað nafnið mitt eiginlega um leið og ég var komin inn.  Það skipti engum togum að við frænkurnar féllumst þarna í faðma og þegar fagnaðarlátunum lauk loks, var ákveðið að yfirgefa svæðið og finna veitingastað á sem skemmstum tíma.  Sigrúnu frænku minni, sem ég var að hitta í fyrsta skipti á æfinni, varð á orði: „this is the shortest shopping spree I’ve ever seen“ og við hinar vorum sammála en kosturinn var, að við höfðum ekki eytt einu centi í þessu gleraugusjoppingspríi.  Nema hvað, við fórum sem leið lá til Costco til að ná í gleraugun, sem ég pantaði í síðustu viku.  Nú er ég semsagt stoltur eigandi og handhafi að tvennum nýjum gleraugum; öðrum með brúnum umgjörðum, hinum með rauðum og bleikum.  Þau síðarnefndu eru Dolce & Gabbana svo ég er ábyggilega alger pæja.  Þetta er nú bara pjatt og nokkurskonar skartgripir, því ég þarf í mesta lagi að nota annan hvorn þessara gripa við lestur.  Verðið á þessu var eins og verð á einum umgjörðum heima á Fróni.  Veitingastaðurinn California Pizza Chicken var áfangastaður okkar frænknanna og þar sátum við í góðu yfirlæti, rifjandi upp gamla tíma og útskýra fjölskyldulífið fyrir Sigrúnu, sem fékk ekki að upplifa það sama og við hinar, þar sem hún hefur búið í Bandaríkjunum frá 5 ára aldri.  Mikið hlegið og gantast (og borðað en förum ekki nánar út í það).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minný (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 19:01

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Var það eitthvað sem þú vildir segja mér, kæra systir?

Guðrún Eggertsdóttir, 22.3.2007 kl. 21:21

3 identicon

Já, ég sendi þér voða fínan kall. Hann hlýrut að hafa hlaupið í burtu.

Minný (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband